„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Elísabet Hanna skrifar 18. maí 2022 16:31 Kim Kardashian fékk kjólinn sendan til sín í einkaflugvél frá Ripley's Believe It or Not safninu. Getty/Gotham Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. Bob er frægur búningahönnuður sem teiknaði upp umræddan kjól árið 1962 þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður hjá Jean Louis. Hann segir Marilyn hafa verið gyðju og að enginn jafnist á við hana. „Mér fannst þetta vera stór mistök,“ sagði hann í viðtali við Entertainment Weekly og bætti við „Hann var hannaður fyrir hana. Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól.“ Marilyn Monroe þegar hún flutti afmælissönginn fyrir John F. Kennedy í Madison Square Garden.Getty/Bettmann Söguleg flík sem þarf að meðhöndla rétt til að varðveita Hönnuðurinn, líkt og aðrir sem starfa í sama fagi, hafa lýst yfir áhyggjum um það hvernig fordæmi það setur fyrir aðra að hún hafi fengið að klæðast þessum sögulega kjól. Alicia Malone ræddi við Bob um kjólinn í væntanlegri CNN seríu Follow the thread og hún tók undir þær áhyggjur: „Það eru öll vandamálin með raunverulega varðveislu kjólsins og hlutir eins og súrefni geta haft áhrif á kjól,“ sagði hún og bætti við að venjulega væru slíkar flíkur geymdar í mjög stýrðu umhverfi líkt og sé gert hjá Met búningasafninu sem hún segir meðhöndla söguleg klæði af virðingu. „Það veldur mér óhug að hún hafi getað klæðst honum. Ég hefði persónulega viljað að hún hafi klæðst eftirmynd í stað alvöru kjólsins.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Kim sýndi kjólnum mikla virðingu Þegar Kim klæddist kjólnum á Met Gala var hún aðeins í upprunalega kjólnum þegar hún gekk inn á viðburðinn þar sem ljósmyndir voru teknar og skipti svo yfir í eftirlíkingu af kjólnum. „Ég sýndi kjólnum mikla virðingu og því sem hann þýðir fyrir sögu Ameríku. Ég myndi aldrei vilja setjast í honum eða borða í honum eða hætta á það að valda honum einhverjum skemmdum og ég verð ekki með líkamsfarða líkt og ég geri vanalega“ sagði Kim í viðtali við Vogue um kjólinn. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Gagnrýnd fyrir aðferðir Til þess að komast í kjólinn missti Kim rúmlega sjö kíló á þremur vikum og hefur hún hlotið mikla gagnrýni fyrir það fordæmi sem hún sýndi með því að tjá sig um það og aðferðirnar sem hún notaðist við í viðtalinu við Vogue: „Ég var í svitagalla tvisvar á dag, hljóp á hlaupabrettinu, klippti út allan sykur og allt kolvetni og borðaði bara hreinasta grænmetið og proteinið. Ég svelti mig ekki en ég var svo ströng,“ sagði hún. Ýmsar stjörnur og næringafræðingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þessum orðum sem hún lét falla og hvaða áhrif það getur haft á aðra. Leikkonan Lili Reinhart var þar fremst í flokki og sagði meðal annars: „Að viðurkenna opinskátt að hafa svelt sig í þágu Met Gala. Þegar þú veist vel að milljónir ungra manna og kvenna horfa upp til þín og hlusta á hvert orð þitt. Fáfræðin er ógeðsleg, viðbjóður." View this post on Instagram A post shared by Lili Reinhart (@lilireinhart) Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Kórónur, tvífarar og glitrandi klæði á Met Gala Met Gala fór fram í gær, fyrsta mánudaginn í maí á Metropolitan listasafninu í New York. Anna Wintour hefur verið gestgjafi síðan 1995 en á viðburðinum fer fram söfnun fyrir búningadeild safnsins. 3. maí 2022 17:30 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Bob er frægur búningahönnuður sem teiknaði upp umræddan kjól árið 1962 þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður hjá Jean Louis. Hann segir Marilyn hafa verið gyðju og að enginn jafnist á við hana. „Mér fannst þetta vera stór mistök,“ sagði hann í viðtali við Entertainment Weekly og bætti við „Hann var hannaður fyrir hana. Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól.“ Marilyn Monroe þegar hún flutti afmælissönginn fyrir John F. Kennedy í Madison Square Garden.Getty/Bettmann Söguleg flík sem þarf að meðhöndla rétt til að varðveita Hönnuðurinn, líkt og aðrir sem starfa í sama fagi, hafa lýst yfir áhyggjum um það hvernig fordæmi það setur fyrir aðra að hún hafi fengið að klæðast þessum sögulega kjól. Alicia Malone ræddi við Bob um kjólinn í væntanlegri CNN seríu Follow the thread og hún tók undir þær áhyggjur: „Það eru öll vandamálin með raunverulega varðveislu kjólsins og hlutir eins og súrefni geta haft áhrif á kjól,“ sagði hún og bætti við að venjulega væru slíkar flíkur geymdar í mjög stýrðu umhverfi líkt og sé gert hjá Met búningasafninu sem hún segir meðhöndla söguleg klæði af virðingu. „Það veldur mér óhug að hún hafi getað klæðst honum. Ég hefði persónulega viljað að hún hafi klæðst eftirmynd í stað alvöru kjólsins.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Kim sýndi kjólnum mikla virðingu Þegar Kim klæddist kjólnum á Met Gala var hún aðeins í upprunalega kjólnum þegar hún gekk inn á viðburðinn þar sem ljósmyndir voru teknar og skipti svo yfir í eftirlíkingu af kjólnum. „Ég sýndi kjólnum mikla virðingu og því sem hann þýðir fyrir sögu Ameríku. Ég myndi aldrei vilja setjast í honum eða borða í honum eða hætta á það að valda honum einhverjum skemmdum og ég verð ekki með líkamsfarða líkt og ég geri vanalega“ sagði Kim í viðtali við Vogue um kjólinn. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Gagnrýnd fyrir aðferðir Til þess að komast í kjólinn missti Kim rúmlega sjö kíló á þremur vikum og hefur hún hlotið mikla gagnrýni fyrir það fordæmi sem hún sýndi með því að tjá sig um það og aðferðirnar sem hún notaðist við í viðtalinu við Vogue: „Ég var í svitagalla tvisvar á dag, hljóp á hlaupabrettinu, klippti út allan sykur og allt kolvetni og borðaði bara hreinasta grænmetið og proteinið. Ég svelti mig ekki en ég var svo ströng,“ sagði hún. Ýmsar stjörnur og næringafræðingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þessum orðum sem hún lét falla og hvaða áhrif það getur haft á aðra. Leikkonan Lili Reinhart var þar fremst í flokki og sagði meðal annars: „Að viðurkenna opinskátt að hafa svelt sig í þágu Met Gala. Þegar þú veist vel að milljónir ungra manna og kvenna horfa upp til þín og hlusta á hvert orð þitt. Fáfræðin er ógeðsleg, viðbjóður." View this post on Instagram A post shared by Lili Reinhart (@lilireinhart)
Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Kórónur, tvífarar og glitrandi klæði á Met Gala Met Gala fór fram í gær, fyrsta mánudaginn í maí á Metropolitan listasafninu í New York. Anna Wintour hefur verið gestgjafi síðan 1995 en á viðburðinum fer fram söfnun fyrir búningadeild safnsins. 3. maí 2022 17:30 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04
Kórónur, tvífarar og glitrandi klæði á Met Gala Met Gala fór fram í gær, fyrsta mánudaginn í maí á Metropolitan listasafninu í New York. Anna Wintour hefur verið gestgjafi síðan 1995 en á viðburðinum fer fram söfnun fyrir búningadeild safnsins. 3. maí 2022 17:30