Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2026 13:48 Ashley Tisdale skaut á Hillary Duff og eiginmaðurinn Matthew Koma svaraði fyrir þau. Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa. Tisdale opnaði sig um málið í grein í bandaríska tímaritinu The Cut. Fyrirsögn greinarinnar er „Ég sleit á sambandið við eitraða mæðrahópinn minn. Ég hélt ég hefði fundið þorpið mitt. Þess í stað var ég komin aftur í menntaskóla,“ (e. Breaking Up With My Toxic Mom Group, I thought I found my village. Instead, I was back in high school.) Ashley Tisdale þekkja líklega flestir úr High School Musical myndunum en hún nefnir í greininni aldrei berum orðum hverjir eru með henni í hópnum. Erlendir slúðurmiðlar og netverjar hafa hinsvegar fyrir löngu púslað því saman að þar séu meðal annars á ferðinni leikkonurnar Hilary Duff og Mandy Moore. Eiginmaður Hillary Duff söngvarinn Matthew Koma staðfesti það svo í raun þegar hann brást við greininni. „Hvers vegna ég?“ Tisdale segir í greininni að hún hafi ásamt nokkrum vinkonum sínum í heimsfaraldrinum stofnað hópspjall þar sem þær hafi rætt móðurhlutverkið og óléttuna, enda fá tækifæri til þess að hitta fólk af holdi og blóði í faraldrinum. Tisdale segist í fyrstu hafa talið sig hafa fundið þorpið sitt, líkt og hún lýsir því. Á einhverjum tímapunkti hafi hinsvegar farið að renna á hana tvær grímur. „Ég man eftir því að hafa ekki verið boðin með í nokkra hóphittinga og ég vissi af þeim því Instagram sá til þess að ég sæi hverja einustu mynd á Instagram Story,“ skrifar leikkonan í greininni. „Í annað skipti, í einu af matarboðum mömmunnar, áttaði ég mig á því hvar ég sat með henni – sem var við enda borðsins, langt frá hinum konunum. Mér fór að líða eins og ég væri útskúfuð úr hópnum og tók eftir öllum leiðunum sem þær nýttu til að útiloka mig.“ Hún segist ítrekað hafa hugsað með sér: „Hvers vegna ég?“ „Sannleikurinn er sá að ég veit það ekki og mun líklega aldrei vita. Það sem ég veit er að þetta vakti upp óþægilega en kunnuglega tilfinningu sem ég hélt ég hefði skilið eftir fyrir mörgum árum,“ skrifaði hún. „Þarna sat ég ein eitt kvöldið eftir að hafa komið dóttur minni í rúmið og hugsaði: Kannski er ég ekki nógu kúl? Allt í einu var ég komin aftur í menntaskóla, algjörlega ráðvillt yfir því hvað ég væri að gera „rangt“ til að vera skilin út undan.“ Entertainment Tonight fer yfir málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Of mikið menntaskóladrama Tisdale segist hafa látið hópinn vita af því hvernig henni leið með málið. Að henni liði ekki vel með þetta, liði líkt og í menntaskóla. „Þetta er nákvæmlega það sem ég sendi á hópinn eftir að hafa enn og aftur verið skilin út undan þegar þau hittust: „Þetta er of mikið menntaskóladrama fyrir mig og ég vil ekki taka þátt í þessu lengur.“ Það fór ekki beint vel í hópinn,“ rifjaði hún upp. „Sumar hinna reyndu að slétta úr þessu. Ein sendi blóm en hunsaði mig svo þegar ég þakkaði henni fyrir þau. Önnur reyndi að sannfæra mig um að allir hefðu haldið að mér hefði verið boðið á hittingana en hefði bara ekki mætt.“ Leikkonan lauk grein sinni á skilaboðum til fólks sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. „Þú átt skilið að upplifa móðurhlutverkið með fólki sem, þú veist, líkar í alvöru við þig. Og ef þú þarft að velta því fyrir þér hvort svo sé, þá er hér dýrkeypt lexía sem ég vona að þú takir til þín: Þetta er ekki rétti hópurinn fyrir þig,“ skrifaði hún. „Jafnvel þótt það líti út fyrir að þau skemmti sér konunglega á Instagram.“ Matthew Koma hæddist að skrifunum. „Sjálfhverfasta og taktlausasta manneskja í heimi“ Hafi einhver verið í vafa um það til hverra Tisdale væri að vísa tók söngvarinn Matthew Koma af allan vafa þegar hann brást við málinu öllu á Instagram Story svæðinu svokallaða. Koma er giftur Hilary Duff sem gerði garðinn frægan sem barnastjarna og lék Lizzie McGuire í sjónvarpsþáttum og kvikmynd. Koma birti á Instagram mynd af sér og smellti vörumerki The Cut tímaritsins á myndina og hvatti alla til að lesa „nýtt viðtal við hann.“ Svo skrifaði hann fyrirsögnina: „Þegar þú ert sjálfhverfasta og taktlausasta manneskja í heimi hafa aðrar mæður tilhneigingu til að beina athyglinni að raunverulegum smábörnum sínum.“ Þá bætti hann við undirfyrirsögn þar sem stóð: „Allt afhjúpað í mæðrahópi í gegnum augu föðurs.“ Koma giftist Hilary Duff árið 2019 og eiga þau saman þrjár barnungar dætur. Áður átti hún son með fyrrverandi eiginmanni sínum Mike Comrie. Hollywood Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira
Tisdale opnaði sig um málið í grein í bandaríska tímaritinu The Cut. Fyrirsögn greinarinnar er „Ég sleit á sambandið við eitraða mæðrahópinn minn. Ég hélt ég hefði fundið þorpið mitt. Þess í stað var ég komin aftur í menntaskóla,“ (e. Breaking Up With My Toxic Mom Group, I thought I found my village. Instead, I was back in high school.) Ashley Tisdale þekkja líklega flestir úr High School Musical myndunum en hún nefnir í greininni aldrei berum orðum hverjir eru með henni í hópnum. Erlendir slúðurmiðlar og netverjar hafa hinsvegar fyrir löngu púslað því saman að þar séu meðal annars á ferðinni leikkonurnar Hilary Duff og Mandy Moore. Eiginmaður Hillary Duff söngvarinn Matthew Koma staðfesti það svo í raun þegar hann brást við greininni. „Hvers vegna ég?“ Tisdale segir í greininni að hún hafi ásamt nokkrum vinkonum sínum í heimsfaraldrinum stofnað hópspjall þar sem þær hafi rætt móðurhlutverkið og óléttuna, enda fá tækifæri til þess að hitta fólk af holdi og blóði í faraldrinum. Tisdale segist í fyrstu hafa talið sig hafa fundið þorpið sitt, líkt og hún lýsir því. Á einhverjum tímapunkti hafi hinsvegar farið að renna á hana tvær grímur. „Ég man eftir því að hafa ekki verið boðin með í nokkra hóphittinga og ég vissi af þeim því Instagram sá til þess að ég sæi hverja einustu mynd á Instagram Story,“ skrifar leikkonan í greininni. „Í annað skipti, í einu af matarboðum mömmunnar, áttaði ég mig á því hvar ég sat með henni – sem var við enda borðsins, langt frá hinum konunum. Mér fór að líða eins og ég væri útskúfuð úr hópnum og tók eftir öllum leiðunum sem þær nýttu til að útiloka mig.“ Hún segist ítrekað hafa hugsað með sér: „Hvers vegna ég?“ „Sannleikurinn er sá að ég veit það ekki og mun líklega aldrei vita. Það sem ég veit er að þetta vakti upp óþægilega en kunnuglega tilfinningu sem ég hélt ég hefði skilið eftir fyrir mörgum árum,“ skrifaði hún. „Þarna sat ég ein eitt kvöldið eftir að hafa komið dóttur minni í rúmið og hugsaði: Kannski er ég ekki nógu kúl? Allt í einu var ég komin aftur í menntaskóla, algjörlega ráðvillt yfir því hvað ég væri að gera „rangt“ til að vera skilin út undan.“ Entertainment Tonight fer yfir málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Of mikið menntaskóladrama Tisdale segist hafa látið hópinn vita af því hvernig henni leið með málið. Að henni liði ekki vel með þetta, liði líkt og í menntaskóla. „Þetta er nákvæmlega það sem ég sendi á hópinn eftir að hafa enn og aftur verið skilin út undan þegar þau hittust: „Þetta er of mikið menntaskóladrama fyrir mig og ég vil ekki taka þátt í þessu lengur.“ Það fór ekki beint vel í hópinn,“ rifjaði hún upp. „Sumar hinna reyndu að slétta úr þessu. Ein sendi blóm en hunsaði mig svo þegar ég þakkaði henni fyrir þau. Önnur reyndi að sannfæra mig um að allir hefðu haldið að mér hefði verið boðið á hittingana en hefði bara ekki mætt.“ Leikkonan lauk grein sinni á skilaboðum til fólks sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. „Þú átt skilið að upplifa móðurhlutverkið með fólki sem, þú veist, líkar í alvöru við þig. Og ef þú þarft að velta því fyrir þér hvort svo sé, þá er hér dýrkeypt lexía sem ég vona að þú takir til þín: Þetta er ekki rétti hópurinn fyrir þig,“ skrifaði hún. „Jafnvel þótt það líti út fyrir að þau skemmti sér konunglega á Instagram.“ Matthew Koma hæddist að skrifunum. „Sjálfhverfasta og taktlausasta manneskja í heimi“ Hafi einhver verið í vafa um það til hverra Tisdale væri að vísa tók söngvarinn Matthew Koma af allan vafa þegar hann brást við málinu öllu á Instagram Story svæðinu svokallaða. Koma er giftur Hilary Duff sem gerði garðinn frægan sem barnastjarna og lék Lizzie McGuire í sjónvarpsþáttum og kvikmynd. Koma birti á Instagram mynd af sér og smellti vörumerki The Cut tímaritsins á myndina og hvatti alla til að lesa „nýtt viðtal við hann.“ Svo skrifaði hann fyrirsögnina: „Þegar þú ert sjálfhverfasta og taktlausasta manneskja í heimi hafa aðrar mæður tilhneigingu til að beina athyglinni að raunverulegum smábörnum sínum.“ Þá bætti hann við undirfyrirsögn þar sem stóð: „Allt afhjúpað í mæðrahópi í gegnum augu föðurs.“ Koma giftist Hilary Duff árið 2019 og eiga þau saman þrjár barnungar dætur. Áður átti hún son með fyrrverandi eiginmanni sínum Mike Comrie.
Hollywood Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira