Rekja eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum til mengunar Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 06:00 Kona heldur fyrir vit sér með vasaklút í mengunarþoku í Teheran, höfuðborg Írans. Ótímabær dauðsföll vegna mengunar eru flest í löndum þar sem þjóðartekjur eða lágar eða í meðallagi í heiminum. Vísir/EPA Léleg loftgæði, mengað vatn og eituefnamengun drepur fleiri jarðarbúa árlega en stríð, hryðjuverk, bílslys, malaría, fíkniefni og áfengi. Í nýrri rannsókn eru eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum rakin til mengunar. Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller. Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller.
Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira