Sameining eða ekki? Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Elín Fríða Sigurðardóttir skrifa 13. maí 2022 20:01 Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar