Hvers vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:01 Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun