Byggjum og hlustum Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun