Mikilvægar kosningar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:00 Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar