Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson og Orri Hlöðversson skrifa 11. maí 2022 13:15 Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Orri Hlöðversson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar