Hvers virði eru 13.200 mínútur? Ósk Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 09:31 Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna. Eru bættir samgönguinnviðir eina leiðin til að bæta þetta ástand? Væri hægt að nýta sér breytt vinnufyrirkomulag í kjölfar COVID-19, minnka þörfina til að fara úr bæjarfélaginu til vinnu og þannig minnka umferð? Fjöldi fyrirtækja er nú farinn að bjóða upp á færri viðverudaga á vinnustað og launþegar eru farnir að sækjast eftir breyttu vinnufyrirkomulagi. Rekja má hinn mikla flótta starfsmanna og sérfræðinga á heimsvísu frá hefðbundnum störfum, til breytts viðhorfs til vinnu og þeirrar menningar að eyða miklum tíma í samgöngur til og frá vinnu. Garðabæjarlistinn vill styðja við þessa þróun með því að auka tækifæri fólks til að vinna a.m.k. hluta vinnuvikunnar utan vinnustaðar og innan síns bæjarfélags. Þannig minnkar fjarvera frá fjölskyldu, viðskipti við verslun og þjónustu í bæjarfélaginu aukast, það léttir á umferðinni og kolefnisspor bæjarins minnkar með minni akstri. Þannig bæjarfélag er einnig eftirsóknarverðari búsetustaður fyrir aldamótakynslóðina og þær kynslóðir sem eftir koma sem hafa önnur gildi þegar kemur að vinnu auk þessa að vera með sterka umhverfisvitund. Þetta unga fólk vill ekki endilega vinna heima hjá sér heldur miklu frekar á skemmtilegum starfsstöðvum með fjölbreyttri starfsemi og skapandi umhverfi. Eitt skref í þessa átt er að styðja við uppbyggingu öflugra samvinnurýma (e. co-working space) í bænum í anda Vinnustofu Kjarvals og Sjávarklasans, með aðgengi að mismunandi skrifstofum, fundarherbergjum, kaffihúsum, ráðstefnurýmum og öðrum samverustöðum. Vísir að minni samvinnurýmum eru komin á tvo staði í bænum með nokkrum borðum. Einnig hefur hópur listamanna skapað sér sameiginlega vinnuaðstöðu í bænum, en betur má ef duga skal. Hugsanlega gætu öflug samvinnurými hýst þverfaglega starfsemi þekkingarstarfsmanna og skapandi greina. Samlegðaráhrif slíks rýmis væru óteljandi. Íbúar nágrannasveitarfélaga gætu einnig nýtt sér þessi rými og stytt sinn ferðatíma. Samvinnurými af þessum toga sjáum við spretta upp í sveitarfélögum í jaðri Höfuðborgarsvæðisins sbr. Breiðin á Akranesi og Bankinn á Selfossi. Hvers vegna ekki í Garðabæ? Líklega er ekkert bæjarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall þekkingarstarfsmanna og Garðabær og þrátt fyrir að vera svona nálægt Reykjavík er tíminn sem fer í að ferðast til og frá vinnu allt of mikill eða allt að klukkutími á dag. Getum við ekki öll verið sammála því að fá viðbótar klukkutíma með börnunum okkar sé eftirsóknarverðara en að sitja í bílnum að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna? Byggjum framsýnan bæ með fjölbreyttum atvinnutækifærum og fjölbreyttri vinnuaðstöðu fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Höfundur er í 5. sæti á lista Garðabæjarlistans.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar