Börnin eiga betra skilið - Bíddu pabbi Geir Ólafsson skrifar 10. maí 2022 18:00 Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar