Íþróttakennari án aðstöðu Ómar Freyr Rafnsson skrifar 10. maí 2022 16:31 Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar