Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja valfrelsi í skólum? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. maí 2022 10:02 Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar