Jarðtengjum Reykjavík Kristján Þorsteinsson skrifar 5. maí 2022 17:00 Nú er ég veitingamaður að atvinnu, en ekki tuðari. Þó á ég bágt með að blanda mér ekki í umræðuna nú þegar líður að borgarstjórnarkosningum. Ég hef rekið veitingastaði í Reykjavík í fjöldamörg ár, og get staðfest frá fyrstu hendi að rekstrarumhverfið hefur versnað til muna á þeim tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist telja að borgin sé að gera rekstraraðilum greiða með því að hýsa þá á borgarlandinu, frekar en öfugt. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það sé hlutverk borgaryfirvalda að veita einkaframtakinu liðsinni. Að gott rekstrarumhverfi í borginni sé hagur allra – yfirvalda, íbúanna og rekstraraðila í borginni. Þessi borgarstjórnarmeirihluti misskilur hins vegar fullkomlega þetta stoðhlutverk. Afgreiðsla einföldustu mála dregst á langinn, kröfur heilbrigðisyfirvalda eru úr öllu samhengi við raunheima og sáralítið samráð er haft við rekstraraðila þegar ráðist er í löngu tímabærar framkvæmdir. Hlutverk borgarinnar er ekki að leggja hindrunarbraut fyrir atvinnurekendur. Það er hollt að skipta reglulega um valdhafa. Við þurfum að gefa þeim frí sem orðnir eru samdauna valdinu og hættir eru að samsvara sig þeim sem lifa og starfa í borginni. Notum nú tækifærið, breytum til og kjósum fólk sem hefur skilning á því hvernig er að eiga lífsviðurværið undir eigin vélarafli. Höfundur er veitingamaður í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég veitingamaður að atvinnu, en ekki tuðari. Þó á ég bágt með að blanda mér ekki í umræðuna nú þegar líður að borgarstjórnarkosningum. Ég hef rekið veitingastaði í Reykjavík í fjöldamörg ár, og get staðfest frá fyrstu hendi að rekstrarumhverfið hefur versnað til muna á þeim tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist telja að borgin sé að gera rekstraraðilum greiða með því að hýsa þá á borgarlandinu, frekar en öfugt. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það sé hlutverk borgaryfirvalda að veita einkaframtakinu liðsinni. Að gott rekstrarumhverfi í borginni sé hagur allra – yfirvalda, íbúanna og rekstraraðila í borginni. Þessi borgarstjórnarmeirihluti misskilur hins vegar fullkomlega þetta stoðhlutverk. Afgreiðsla einföldustu mála dregst á langinn, kröfur heilbrigðisyfirvalda eru úr öllu samhengi við raunheima og sáralítið samráð er haft við rekstraraðila þegar ráðist er í löngu tímabærar framkvæmdir. Hlutverk borgarinnar er ekki að leggja hindrunarbraut fyrir atvinnurekendur. Það er hollt að skipta reglulega um valdhafa. Við þurfum að gefa þeim frí sem orðnir eru samdauna valdinu og hættir eru að samsvara sig þeim sem lifa og starfa í borginni. Notum nú tækifærið, breytum til og kjósum fólk sem hefur skilning á því hvernig er að eiga lífsviðurværið undir eigin vélarafli. Höfundur er veitingamaður í Reykjavík.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar