Forðumst skipulagsslysin Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 6. maí 2022 08:01 Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar