Farsæll leiðtogi í framboði Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. maí 2022 12:00 Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar