Stofnum hugbúnaðarklasa í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 3. maí 2022 10:31 Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar