Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 20:00 Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag. Aðsend Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02