700 milljónir í hús og einn íbúi Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:02 Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar