Fjarðabyggð fyrir öll Kamilla Borg Hjálmarsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:46 Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar