Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson skrifa 21. apríl 2022 14:01 Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Menning Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.