Framtíðin er líka á morgun Birkir Ingibjartsson skrifar 20. apríl 2022 18:30 Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun