Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 20. apríl 2022 17:01 Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun