Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 20. apríl 2022 17:01 Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar