Gulur, rauður, grænn og blár Lieselot Simoen skrifar 12. apríl 2022 11:02 Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun