Gulur, rauður, grænn og blár Lieselot Simoen skrifar 12. apríl 2022 11:02 Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar