Kópavogsbær á að veita ungu fólki húsnæðisstyrki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. apríl 2022 10:30 Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar