Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:00 Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Verðlag Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar