Notaleg upplifun í góðri flugstöð Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir skrifar 7. apríl 2022 11:01 Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veitingastaðir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar