Virkni er velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:30 Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Félagsmál Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar