Hvernig verður Ísland kolefnishlutlaust? Birta Kristín Helgadóttir skrifar 1. apríl 2022 10:31 Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar