Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 22:34 Katrín Jakobsdóttir segir að gjaldfrjálsir leikskólar séu framtíðin. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins. Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins.
Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent