Leyfum Hildi að rétta kúrsinn Gréta Ingþórsdóttir skrifar 19. mars 2022 09:00 Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar