Segir fréttir um gang friðarviðræðna áhugaverðar og vekja bjartsýni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:01 Albert var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Halldórsson Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi þar stríðsátökin í Úkraínu. Hann ræddi meðal annars yfirstandandi friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna. Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52
Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent