Hvaða laun hafa hækkað? Indriði Stefánsson skrifar 11. mars 2022 08:00 Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Kjaramál Indriði Stefánsson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun