Samkeppni um góðar hugmyndir Þórdís Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun