Stöðnun er ekki í boði Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 15:01 Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars .
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar