Er Degi alveg sama? Jón Arnór Stefánsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Síðastliðið haust hlustaði ég á viðtal við Dag B. Eggertsson þar sem hann sagði frá því þegar hann sem unglingur þrýsti á Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, að byggja íþróttahús í Árbænum. Krakkarnir í Árbænum upplifðu hverfið sem mjög vanrækt úthverfi og tóku til sinna ráða. Þessa tilfinningu þekkja þeir sem búa í Laugardalnum. Þar er ekkert fjölnota íþróttahús til staðar fyrir þá sem stunda íþróttir með hverfisfélögunum Ármanni og Þrótti. Staðreyndin er sú að Laugardalurinn, sem er samkvæmt borginni stærsta uppbyggingarsvæðið í dag, er eina borgarhverfið þar sem íþróttahús vantar fyrir íþróttafélögin sem þar halda úti starfsemi. Þeir sem þekkja til starfs íþróttafélaga vita hversu mikilvægu hlutverki félögin og íþróttaaðstaðan gegna í félags- og forvarnarstarfi. Það gera þau með því að búa til umgjörð fyrir hreyfingu og samveru. Hápunktur dagsins hjá mörgum krökkum er að fara í íþróttahúsið í hverfinu sínu að æfa og hitta vinina. Íþróttaviðburðirnir sem þar fara fram skapa líka stemmningu og sameina fjölskyldur og vini sem mæta til að horfa á viðburðina, en ekki síður til að hitta aðra úr hverfinu. Þetta ætti Dagur að geta vitnað um, t.d. eftir að hafa mætt á úrslitakeppnina í körfuboltanum í íþróttahúsi KR. Iðkendur í Laugardalnum þekkja þetta hins vegar ekki úr sínu hverfi. Þar er þetta ekki í boði. Degi hefur verið boðið að koma í heimsókn til að sjá með eigin augum þá bágbornu aðstöðu sem krakkar sem æfa körfubolta hjá Ármanni búa við. Körfuknattleiksdeild félagsin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík með rúmlega 300 iðkendur, en krakkarnir þurfa að gera sér að góðu að æfa í agnarsmáum íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða. Dagur hefur ekki enn séð sér fært að mæta. Steinar Kaldal, þjálfari hjá körfuknattleiksdeild, spurði í nýlegri blaðagrein hvort rétt væri að þær 100 milljónir sem kynntar voru í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem fjármagn til íþróttahúss við gervigrasvöllinn í Laugardal væru ekki örugglega fyrsta skrefið í byggingu íþróttahúss fyrir Ármann og Þrótt. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa kosið að svara engu. Enn á ný virðist strategían vera sú að þvæla umræðu um þjóðarhöll inn í málið og forðast þannig að gefa skýr svör. Mig langar því að spyrja aftur. Stendur til að byggja fjölnota íþróttahús fyrir íþróttafélögin í hverfinu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþróttaiðkendur hverfisfélaga Laugardalsins? Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust hlustaði ég á viðtal við Dag B. Eggertsson þar sem hann sagði frá því þegar hann sem unglingur þrýsti á Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, að byggja íþróttahús í Árbænum. Krakkarnir í Árbænum upplifðu hverfið sem mjög vanrækt úthverfi og tóku til sinna ráða. Þessa tilfinningu þekkja þeir sem búa í Laugardalnum. Þar er ekkert fjölnota íþróttahús til staðar fyrir þá sem stunda íþróttir með hverfisfélögunum Ármanni og Þrótti. Staðreyndin er sú að Laugardalurinn, sem er samkvæmt borginni stærsta uppbyggingarsvæðið í dag, er eina borgarhverfið þar sem íþróttahús vantar fyrir íþróttafélögin sem þar halda úti starfsemi. Þeir sem þekkja til starfs íþróttafélaga vita hversu mikilvægu hlutverki félögin og íþróttaaðstaðan gegna í félags- og forvarnarstarfi. Það gera þau með því að búa til umgjörð fyrir hreyfingu og samveru. Hápunktur dagsins hjá mörgum krökkum er að fara í íþróttahúsið í hverfinu sínu að æfa og hitta vinina. Íþróttaviðburðirnir sem þar fara fram skapa líka stemmningu og sameina fjölskyldur og vini sem mæta til að horfa á viðburðina, en ekki síður til að hitta aðra úr hverfinu. Þetta ætti Dagur að geta vitnað um, t.d. eftir að hafa mætt á úrslitakeppnina í körfuboltanum í íþróttahúsi KR. Iðkendur í Laugardalnum þekkja þetta hins vegar ekki úr sínu hverfi. Þar er þetta ekki í boði. Degi hefur verið boðið að koma í heimsókn til að sjá með eigin augum þá bágbornu aðstöðu sem krakkar sem æfa körfubolta hjá Ármanni búa við. Körfuknattleiksdeild félagsin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík með rúmlega 300 iðkendur, en krakkarnir þurfa að gera sér að góðu að æfa í agnarsmáum íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða. Dagur hefur ekki enn séð sér fært að mæta. Steinar Kaldal, þjálfari hjá körfuknattleiksdeild, spurði í nýlegri blaðagrein hvort rétt væri að þær 100 milljónir sem kynntar voru í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem fjármagn til íþróttahúss við gervigrasvöllinn í Laugardal væru ekki örugglega fyrsta skrefið í byggingu íþróttahúss fyrir Ármann og Þrótt. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa kosið að svara engu. Enn á ný virðist strategían vera sú að þvæla umræðu um þjóðarhöll inn í málið og forðast þannig að gefa skýr svör. Mig langar því að spyrja aftur. Stendur til að byggja fjölnota íþróttahús fyrir íþróttafélögin í hverfinu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþróttaiðkendur hverfisfélaga Laugardalsins? Höfundur er íbúi í Laugardal.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar