Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:20 Töluverð breyting verður á samsetningu fulltrúa flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Stöð 2/Sigurjón Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð í lok janúar og byrjun febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá könnun í nóvember og fer úr tæplega þrjátíu og einu prósenti í kosningunum 2018 í 21,9 prósent í könnun nú. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum frá kosningum, Viðreisn mælist með 5,9 prósent og tapar 2,3 prósentustigum frá kosningum, Píratar bæta hins vegar við sig verulegu fylgi og mælast nú með 14,8 prósent en voru með 7,7 í síðustu kosningum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn dalar úr 6,4 prósentum í 5,5, Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent en var með 6,1 í kosningunum 2018, Vinstri græn bæta mikið við sig, fara úr 4,6 prósentum í síðustu kosningum í 8,5 prósent, Flokkur fólksins bætir lítillega við sig og mælist nú með 5,4 prósent og Framsóknarflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt og fengi 6,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Töluverð breyting yrði á skiptingu borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur og fara úr átta í sex, Samfylkingin héldi sínum sjö fulltrúum, Viðreisn tapaði öðrum borgarfulltrúa sinna en Píratar myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum. Grafík/Ragnar Visage Sósíalistaflokkurinn héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn myndi tapa sínum eina en Vinstri græn myndu bæta við sig einum og ná inn tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins stæði í stað með einn borgarfulltrúa en Framsóknarflokknum tækist langþráð markmið og kæmi einum fulltrúa í borgarstjórn. Samkvæmt þessu þyrfti Miðflokkurinn einungis um 109 atkvæði til viðbótar til að halda sínum borgarfultrúa og fella sjötta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir flokkar sem nú mynda meirihlutan í borgarstjórn myndu halda samstarfi sínu áfram myndi fjölga um tvo borgarfulltrúa í meirihlutanum og þeir verða fjórtán. Að sama skapi fækkaði í liði minnihlutaflokkanna sem samanlagt fengju níu borgarfulltrúa.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15 Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. 10. febrúar 2022 20:15
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10. febrúar 2022 19:20
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00