Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 17:30 Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær. vísir/vilhelm Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira