Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 12:53 Landsréttur dæmdi ummælin dauð og ómerk. Vísir/Vilhelm Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði. Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira