Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 12:53 Landsréttur dæmdi ummælin dauð og ómerk. Vísir/Vilhelm Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði. Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira