Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 07:57 Skólastjórnendur setja samkynhneigð undir sama hatt og barna- og dýraníð. Google Maps Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá. Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá.
Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira