Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 13:27 Reykvíkingar skauta að kjörborðinu í borgarstjórnarkosningum hinn 14. maí næst komandi. VísirVilhelm Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni. Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir. Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir.
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11