To bíl or not to bíl Baldur Borgþórsson skrifar 13. janúar 2022 11:30 Það er spurningin Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja. Tökum lítið dæmi um muninn á þessum tveim valkostum. Borgarbúum, þar með talið þér, mun annars vegar standa til boða að láta fámennan hóp pólitíkusa ákveða eftirfarandi að fólki forspurðu: Hvar þú mátt búa. Hvernig húsnæði þú mátt búa í. Hvenær þú ferðast á milli staða. Með hvaða hætti þú ferðast á milli staða. Þetta eru aðeins dæmi um hvernig forræðishyggjan virkar en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst. Sé þessi valkostur eitthvað sem heillar þig, þá kýstu einfaldlega einn þeirra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn, Samfylkingu, Vinstri græna, Pírata eða Viðreisn, flokkana sem hafa barist fyrir að ákveða eitthvað fyrir þig að fólki forspurðu allt yfirstandandi kjörtímabil. Borgarbúum, þar með talið þér, mun hins vegar standa til boða að velja til starfa fólk sem vill eftirfarandi: Að þú ákveðir hvar þú vilt búa. Að þú ákveðir hvernig húsnæði þú vilt búa í. Að þú ákveðir hvenær þú vilt ferðast milli staða. Að þú ákveðir með hvaða hætti þú vilt ferðast milli staða. Þetta eru aðeins dæmi um hvernig frelsið virkar, frelsið til að velja það sem hentar þér og þínum best en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst. Sé þessi seinni valkostur eitthvað sem heillar þig þá kýstu einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem hefur barist fyrir frelsinu allt yfirstandandi kjörtímabil - frelsi þínu til að velja. Þegar öllu er á botninn hvolft, viltu frelsi eða forræðishyggju? Valið er þitt. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Baldur Borgþórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er spurningin Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja. Tökum lítið dæmi um muninn á þessum tveim valkostum. Borgarbúum, þar með talið þér, mun annars vegar standa til boða að láta fámennan hóp pólitíkusa ákveða eftirfarandi að fólki forspurðu: Hvar þú mátt búa. Hvernig húsnæði þú mátt búa í. Hvenær þú ferðast á milli staða. Með hvaða hætti þú ferðast á milli staða. Þetta eru aðeins dæmi um hvernig forræðishyggjan virkar en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst. Sé þessi valkostur eitthvað sem heillar þig, þá kýstu einfaldlega einn þeirra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn, Samfylkingu, Vinstri græna, Pírata eða Viðreisn, flokkana sem hafa barist fyrir að ákveða eitthvað fyrir þig að fólki forspurðu allt yfirstandandi kjörtímabil. Borgarbúum, þar með talið þér, mun hins vegar standa til boða að velja til starfa fólk sem vill eftirfarandi: Að þú ákveðir hvar þú vilt búa. Að þú ákveðir hvernig húsnæði þú vilt búa í. Að þú ákveðir hvenær þú vilt ferðast milli staða. Að þú ákveðir með hvaða hætti þú vilt ferðast milli staða. Þetta eru aðeins dæmi um hvernig frelsið virkar, frelsið til að velja það sem hentar þér og þínum best en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst. Sé þessi seinni valkostur eitthvað sem heillar þig þá kýstu einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem hefur barist fyrir frelsinu allt yfirstandandi kjörtímabil - frelsi þínu til að velja. Þegar öllu er á botninn hvolft, viltu frelsi eða forræðishyggju? Valið er þitt. Höfundur er varaborgarfulltrúi.