Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 22:34 Vísir/Egill Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. „Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira