Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2022 15:59 Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar vildi meina að PCR-próf væru ekki áreiðanleg. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi. Um er að ræða eitt af fimm málum sem kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fjölskyldu sem skaut ákvörðun um að hún þyrfti öll að sæta einangrun eða sóttkví eftir að fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum greindust með veiruna. Aðalmeðferð málanna fimm fór fram í einu lagi og voru varnir fjölskyldunnar í málunum samhljóða. Niðurstaða héraðsdóms í máli fjölskyldumeðlimsins sem smitaðist ekki, en þurfti í sóttkví, hefur nú verið birt á vef Landsréttar. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum um jólin, en héraðsdómur komst að niðurstöðu í málunum fimm þann 28. desember síðastliðinn. Málið má rekja til þess að tvær systur, faðir þeirra og móðir greindust öll með Covid-19 fyrir jól. Voru þau sett í einangrun og þriðja systirin, sem ekki smitaðist, var skikkuð í sóttkví. Dvöldu þau öll saman á heimili þeirra. Þar sem þau sem smituðust voru öll einkennalaus skutu þau ákvörðun um að setja þau í einangrun og sóttkví til héraðsdóms. Hélt því fram að PCR-próf væru ekki áreiðanleg Meðal þeirra röksemda sem Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar, beitti fyrir dómi var að þeir fjölskyldumeðlirmir sem smituðust hafi í raun ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, þó að veiran hafi greinst í þeim, ekki væri samasemmerki þar á milli. Covid-19 væri sjúkdómur sem SARS-COV-2 veiran gæti valdið. Máli fjölskyldumeðlimsins sem var skikkaður í sóttkví var skotið til Landsréttar sem tók þó ekki afstöðu til málsins þar sem sóttkvíin var runnin út áður en dómstóllinn tók málið fyrir.Vísir/Vilhelm Þá benti hann einnig á að nýtt afbrigði, ómíkrón-afbrigðið, væri að ryðja sér til rúms hér á landi, og að gögn bentu til þess að það væri ekki jafn hættulegt og delta-afbrigðið. Einnig var byggt á ýmsum öðrum ástæðum, til að mynda að PCR-próf væru ekki áreiðanleg og að ganga þyrfti sérstaklega úr skugga um virkni smits áður en ákvörðun væri tekin um að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli smits, sem ekki hafi verið gert í tilfelli fjölskyldunnar. Öll sem greindust með veiruna voru með Delta Við aðalmeðferð málsins upplýsti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þeir sem smituðust í fjölskyldunni hafi allir greinst með deltaafbrigði veirunnar. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfesti einangrun og sóttkví fjölskyldunnar eins og fram hefur komi segir að enga stoð sé að finna í framlögðum gögnum um að fjölskyldan væri í raun ekki haldin Covid-19 sjúkdóminum. Þessu hafi verið andmælt af sóttvarnalækni sem hafi bent á að rannsóknir sýndu að einkennalausir smituðu einnig frá sér. Var einnig vikið að þeirri staðreynd að fjölskyldumeðlimirnir reyndust vera með deltaafbrigði veirunnar, en reynsla og fyrirlyggjandi upplýsingar bentu til þess að hætta á smiti af völdum Deltaafbrigðsins teldist vera mikil, og alvarleg einkenni og veikindi algengari en af völdum omíkronafbrigðisins. Taldi héraðsdómur því að sóttvarnalæknir hefði ekki gengið lengra en nauðsynlegt var í þágu þess markmiðs að aftra útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Um er að ræða eitt af fimm málum sem kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fjölskyldu sem skaut ákvörðun um að hún þyrfti öll að sæta einangrun eða sóttkví eftir að fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum greindust með veiruna. Aðalmeðferð málanna fimm fór fram í einu lagi og voru varnir fjölskyldunnar í málunum samhljóða. Niðurstaða héraðsdóms í máli fjölskyldumeðlimsins sem smitaðist ekki, en þurfti í sóttkví, hefur nú verið birt á vef Landsréttar. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum um jólin, en héraðsdómur komst að niðurstöðu í málunum fimm þann 28. desember síðastliðinn. Málið má rekja til þess að tvær systur, faðir þeirra og móðir greindust öll með Covid-19 fyrir jól. Voru þau sett í einangrun og þriðja systirin, sem ekki smitaðist, var skikkuð í sóttkví. Dvöldu þau öll saman á heimili þeirra. Þar sem þau sem smituðust voru öll einkennalaus skutu þau ákvörðun um að setja þau í einangrun og sóttkví til héraðsdóms. Hélt því fram að PCR-próf væru ekki áreiðanleg Meðal þeirra röksemda sem Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar, beitti fyrir dómi var að þeir fjölskyldumeðlirmir sem smituðust hafi í raun ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, þó að veiran hafi greinst í þeim, ekki væri samasemmerki þar á milli. Covid-19 væri sjúkdómur sem SARS-COV-2 veiran gæti valdið. Máli fjölskyldumeðlimsins sem var skikkaður í sóttkví var skotið til Landsréttar sem tók þó ekki afstöðu til málsins þar sem sóttkvíin var runnin út áður en dómstóllinn tók málið fyrir.Vísir/Vilhelm Þá benti hann einnig á að nýtt afbrigði, ómíkrón-afbrigðið, væri að ryðja sér til rúms hér á landi, og að gögn bentu til þess að það væri ekki jafn hættulegt og delta-afbrigðið. Einnig var byggt á ýmsum öðrum ástæðum, til að mynda að PCR-próf væru ekki áreiðanleg og að ganga þyrfti sérstaklega úr skugga um virkni smits áður en ákvörðun væri tekin um að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli smits, sem ekki hafi verið gert í tilfelli fjölskyldunnar. Öll sem greindust með veiruna voru með Delta Við aðalmeðferð málsins upplýsti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þeir sem smituðust í fjölskyldunni hafi allir greinst með deltaafbrigði veirunnar. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfesti einangrun og sóttkví fjölskyldunnar eins og fram hefur komi segir að enga stoð sé að finna í framlögðum gögnum um að fjölskyldan væri í raun ekki haldin Covid-19 sjúkdóminum. Þessu hafi verið andmælt af sóttvarnalækni sem hafi bent á að rannsóknir sýndu að einkennalausir smituðu einnig frá sér. Var einnig vikið að þeirri staðreynd að fjölskyldumeðlimirnir reyndust vera með deltaafbrigði veirunnar, en reynsla og fyrirlyggjandi upplýsingar bentu til þess að hætta á smiti af völdum Deltaafbrigðsins teldist vera mikil, og alvarleg einkenni og veikindi algengari en af völdum omíkronafbrigðisins. Taldi héraðsdómur því að sóttvarnalæknir hefði ekki gengið lengra en nauðsynlegt var í þágu þess markmiðs að aftra útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38