Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 12:36 Röðin í sýnatöku hefur verið gríðarlega löng í morgun. Aðsend/Tryggvi Rafn Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira