Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 12:36 Röðin í sýnatöku hefur verið gríðarlega löng í morgun. Aðsend/Tryggvi Rafn Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira