Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 17:53 Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans Stöð 2 Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. Af þeim 267 sem greindust með veiruna innanlands og 51 á landamærum voru 70% með ómíkronafbrigði veirunnar samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Búist er við að ómíkronafbrigðið verði búið að taka yfir fyrir lok ársins. Um helmingur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna síðustu daga er fullbólusettur. „Hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um bólusetningu landsmanna gegn veirunni. Stjórnendur Landspítalans hafa áhyggjur af stöðunni Stjórnendur Landspítalans hafa töluverðar áhyggjur af því hversu margir hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga og búa sig undir mikið álag yfir hátíðirnar. „Ef að spár ganga eftir, sem að ekkert annað bendir til, þá má búast við því að það verði bara talsvert þung staða,“ segir Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans. Þannig gera spár ráð fyrir að á næstu dögum verði um fjögur þúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en nú eru rúmlega tvö þúsund í eftirliti hjá deildinni. Þá muni töluvert fleiri á næstunni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en tíu liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19. Þrátt fyrir að þeim fjölgi hratt sem greinst hafa með ómíkronafbrigðið þá hafa fáir þurft að leggjast inn á sjúkrahús með það. „Það er nú bara einn sem hefur lagst, enn þá, inn en það er nú bara svo tiltölulega stutt síðan að þetta kom þannig við í rauninni bíðum og sjáum en miðað við reynsluna í Danmörku þá getum við búist við 0,7%,“ segir Már og er þar að tala um hlutfall þeirra sem fá veiruna sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þá virðast ungir karlmenn hingað til hafa verið nokkuð stór hópur þeirra sem fengið hefur ómíkronafbrigðið. „Það virðist vera eins og að yngra fólkið sé heldur líklegra að fá þetta afbrigði heldur en önnur.“ Már telur að ómíkronafbrigðið geti markað upphafið að enda kórónuveirufaraldursins. Þó rannsóknir bendi til að afbrigðið sé mildara sé útbreiðsluhraðinn hins vegar áhyggjuefni. „Jafnvel þó að færri þurfa að leggjast inn þá er heildarmagnið af þeim sem veikjast stærra og þar með verður þetta miklu meiri áskorun fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26 Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Af þeim 267 sem greindust með veiruna innanlands og 51 á landamærum voru 70% með ómíkronafbrigði veirunnar samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Búist er við að ómíkronafbrigðið verði búið að taka yfir fyrir lok ársins. Um helmingur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna síðustu daga er fullbólusettur. „Hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um bólusetningu landsmanna gegn veirunni. Stjórnendur Landspítalans hafa áhyggjur af stöðunni Stjórnendur Landspítalans hafa töluverðar áhyggjur af því hversu margir hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga og búa sig undir mikið álag yfir hátíðirnar. „Ef að spár ganga eftir, sem að ekkert annað bendir til, þá má búast við því að það verði bara talsvert þung staða,“ segir Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans. Þannig gera spár ráð fyrir að á næstu dögum verði um fjögur þúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en nú eru rúmlega tvö þúsund í eftirliti hjá deildinni. Þá muni töluvert fleiri á næstunni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en tíu liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19. Þrátt fyrir að þeim fjölgi hratt sem greinst hafa með ómíkronafbrigðið þá hafa fáir þurft að leggjast inn á sjúkrahús með það. „Það er nú bara einn sem hefur lagst, enn þá, inn en það er nú bara svo tiltölulega stutt síðan að þetta kom þannig við í rauninni bíðum og sjáum en miðað við reynsluna í Danmörku þá getum við búist við 0,7%,“ segir Már og er þar að tala um hlutfall þeirra sem fá veiruna sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þá virðast ungir karlmenn hingað til hafa verið nokkuð stór hópur þeirra sem fengið hefur ómíkronafbrigðið. „Það virðist vera eins og að yngra fólkið sé heldur líklegra að fá þetta afbrigði heldur en önnur.“ Már telur að ómíkronafbrigðið geti markað upphafið að enda kórónuveirufaraldursins. Þó rannsóknir bendi til að afbrigðið sé mildara sé útbreiðsluhraðinn hins vegar áhyggjuefni. „Jafnvel þó að færri þurfa að leggjast inn þá er heildarmagnið af þeim sem veikjast stærra og þar með verður þetta miklu meiri áskorun fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26 Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45
Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26
Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03