Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 11:22 Helgi Þór Ingason var framkvæmdastjóri Sorpu þar til fyrir skemmstu en fer nú fyrir starfshópi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum á Íslandi. Vísir Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. Urðun úrgangs í Álfsnesi verður hætt í lok ársins 2023. En úrgangurinn hættir ekki að verða til, og eitthvert þarf hann að fara. „Þó að það sé mögulegt í dag að flytja úrgang út til brennslu teljum við að þeir möguleikar séu að þrengjast og til framtíðar sé áhættan að veðja á það ekki ásættanleg fyrir okkur. Þess vegna þurfum við að hefja vandaðan undirbúning að því að byggja hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi,“segir Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri og ritstjóri nýrrar skýrslu, sem er afrakstur samráðs allra helstu aðila í úrgangsmeðhöndlun á Íslandi. Þar er niðurstaðan sú að stefna beri að úrgangsbrennslu sem geti afkastað allt að 130.000 tonnum á ári og staðarvalskönnun leiðir í ljós að Álfsnesið sé fýsilegur kostur, enda falla rúm 80% af sorpi til á suðvesturhorni landsins. Praktískt með tilliti til flutninga, einfaldlega. Þarna er talað um allt að þrjátíu og fimm milljörðum króna sem kostar að reisa svona nokkuð, heldurðu að það geti orðið ásteytingarsteinn? „Þegar maður hefur alist upp við að taka úrganginn og moka honum ofan í holu og moka yfir, þá er allt dýrt sko. En nú erum við að hætta því og þá stöndum við frammi fyrir að taka þennan úrgang og pakka honum og frakta honum til Evrópu. Þar borgum við hliðgjöld, sem kostar fullt af peningum, þannig að kostnaðurinn við þetta er að hækka og hann lendir á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Helgi Þór. Lengi hefur legið fyrir að hætta þurfi urðun í Álfsnesi. Áfram verður urðað þar út árið 2023.vísir/valli Hátæknibrennslan myndi að auki framleiða rafmagn og heitt vatn og mun einnig reka sig á hliðgjöldum. Mannvirki af þessari gerð eru ekki talin raska byggð og eru víða staðsett inni í þéttbýli erlendis. Nú er að sögn skýrsluhöfunda næsta skref að stofna félag utan um verkefnið og keyra það af stað. Eins og Helgi segir væri hægt að flytja sorpið út áfram enn um sinn, en sífellt þrengir að þeirri leið. Stefnubreytingar Evrópusambandsins hafa leitt til þess að nokkur lönd sem tekið hafa við úrgangi frá Íslandi á undanförnum árum virðast stefna að því að loka fyrir innflutning, segir í skýrslunni. Ætla megi að sú þróun haldi áfram og að áhætta sem fylgi því að treysta á útflutning sé ekki ásættanleg. Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu. Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Urðun úrgangs í Álfsnesi verður hætt í lok ársins 2023. En úrgangurinn hættir ekki að verða til, og eitthvert þarf hann að fara. „Þó að það sé mögulegt í dag að flytja úrgang út til brennslu teljum við að þeir möguleikar séu að þrengjast og til framtíðar sé áhættan að veðja á það ekki ásættanleg fyrir okkur. Þess vegna þurfum við að hefja vandaðan undirbúning að því að byggja hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi,“segir Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri og ritstjóri nýrrar skýrslu, sem er afrakstur samráðs allra helstu aðila í úrgangsmeðhöndlun á Íslandi. Þar er niðurstaðan sú að stefna beri að úrgangsbrennslu sem geti afkastað allt að 130.000 tonnum á ári og staðarvalskönnun leiðir í ljós að Álfsnesið sé fýsilegur kostur, enda falla rúm 80% af sorpi til á suðvesturhorni landsins. Praktískt með tilliti til flutninga, einfaldlega. Þarna er talað um allt að þrjátíu og fimm milljörðum króna sem kostar að reisa svona nokkuð, heldurðu að það geti orðið ásteytingarsteinn? „Þegar maður hefur alist upp við að taka úrganginn og moka honum ofan í holu og moka yfir, þá er allt dýrt sko. En nú erum við að hætta því og þá stöndum við frammi fyrir að taka þennan úrgang og pakka honum og frakta honum til Evrópu. Þar borgum við hliðgjöld, sem kostar fullt af peningum, þannig að kostnaðurinn við þetta er að hækka og hann lendir á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Helgi Þór. Lengi hefur legið fyrir að hætta þurfi urðun í Álfsnesi. Áfram verður urðað þar út árið 2023.vísir/valli Hátæknibrennslan myndi að auki framleiða rafmagn og heitt vatn og mun einnig reka sig á hliðgjöldum. Mannvirki af þessari gerð eru ekki talin raska byggð og eru víða staðsett inni í þéttbýli erlendis. Nú er að sögn skýrsluhöfunda næsta skref að stofna félag utan um verkefnið og keyra það af stað. Eins og Helgi segir væri hægt að flytja sorpið út áfram enn um sinn, en sífellt þrengir að þeirri leið. Stefnubreytingar Evrópusambandsins hafa leitt til þess að nokkur lönd sem tekið hafa við úrgangi frá Íslandi á undanförnum árum virðast stefna að því að loka fyrir innflutning, segir í skýrslunni. Ætla megi að sú þróun haldi áfram og að áhætta sem fylgi því að treysta á útflutning sé ekki ásættanleg. Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu. Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15
Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent