Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 18:57 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra vonast til að örvunarbólusetning landsmanna skili tilætluðum árangri og að hægt verði að slaka á sóttvarnaaðgerðum í framhaldi af þeim. Vísir/Arnar Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41