Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 18:37 Fangelsið Kvíabryggja. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát. Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13